BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, maí 08, 2002

Erfið ákvörðun!

Núna stend ég frammi fyrir erfiðri ákvörðun í sambandi við Bs ritgerðina mína. Annarsvegar að fara á fullt að skrifa þegar ég er búin í prófum og skila henni þannig að ég nái að útskrifast í júní eða þá að bíða með það þangað til í haust og hafa vettvangsvinnuna veglegri og vinna að henni í sumar. Skynsemin að hluta til segir mér að bíða með hana og vinna að henni í sumar enda vil ég líka gera þessa ritgerð góða en svo er líka annað að ef ég klára ekki núna þá eigi þetta eftir að dragast og lendi í vandræðum með LÍN og svona....... hefur þú einhverja ráðleggingu handa mér? Allar uppástungur vel þegnar :)

Gærdagurinn
Setti mér takmark í gær hvað ég ætlaði að lesa mikið og það tókst áður en Jens kom heim :) annars er ég farin að fíla mig eins og húsmóðir þessa dagana og það er ekki góð tilfinning. (NB! Ég hef ekkert á móti húsmæðrum) Af hverju? Jú vegna þess að Jens er farinn að vinna núna og vinnur langan vinnudag og þess vegna hefur það núna síðustu daga ég ein sem hef tekið ákvörðun um hvað eigi að hafa í kvöldmat og verið byrjuð að elda þegar hann kemur úr vinnunni. Svo fór ég líka ein út í Bónus um daginn og þvílíkur hryllingur.
En eftir kvöldmat í gær var ég líka þrældugleg en reyndar ekki við lesturinn. Vinur hans Jens var að flytja og ég ákvað að fara yfir og hjálpa þeim þar sem ég var búin að ná takmarki mínu með lesturinn ákvað ég að „verðlauna“ sjálfa mig með því að fara aðeins út og hreyfa mig. Það var heldur betur hreyfing í lagi því þau bjuggu á þriðju hæð og þurfti því að ganga upp og niður þessar blessuðu tröppur. En ég býst við að ég hafi bara haft gott af þessu öllu saman.

veit ekki mitt rjúkandi ráð........

0 Mjálm: