BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, apríl 28, 2005

1994

Hvað varst þú að gera árið 1994? Mannstu það.

Árið 1994 þá var ég t.d.
*í sumarvinnunni minni á BSÍ - að afgreiða róna og annan lýð.
*Þetta var árið sem ég fór í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið á þjóðhátíð í eyjum,
*fór á sveitaball,
*flutti úr Hafnarfirði til Reykjavíkur.
*Skipti úr Flensborg yfir í MK
*Sá sýninguna Hárið
*var keyrt aftan á bílinn hans pabba (sem ég ók)
*fóru 2 vinkonur mínar út sem au pair

Það er svoldið erfitt að rifja upp en ástæðan er sú að ég sá Hotel Rwuanda í gær sem fjallaði um þjóðarmorðið sem átti sér stað 1994. Eftir myndina fór ég að hugleiða hvað ég hafi verið að gera því mér finnst þetta hafa farið framhjá mér. En sennilegast er það bara rétt sem kom fram að einn fréttamaður hafi sagt eftir að hafa náð myndum af hrottalegum morðum á tútsí mönnum. Fólk mun bara horfa á fréttirnar hugsa með sér að þetta er hræðilegt og halda áfram að borða matinn sinn. Ég hef að öllum líkindum gert það sama - hræðileg tilhugsun.

0 Mjálm: