BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, mars 31, 2005

systurdóttir

Jamm frekjan ég er strax búin að sjá litlu systurdóttir mína. Fanns hún oggupínku lítil en þar sem hún var rétt 2 klst gömul þegar ég og afinn (pabbi minn) mættum á svæðið þá var ekki búið að mæla hana en hún mældist 54 cm og 16 merkur sem er bara frekar stórt :). Er ánægð með að hafa fengið að eyða þarna smá tíma með nýbökuðu foreldrunum og systurdóttir.

Búin að komast að þvi að mér finnst móðursystir rosalega kellingalegt orð og ég er SVOOOOO langt frá því að vera kelling hehe. Góður vinur minn var alveg sammála mér með orðið en fannst ég enn bara vera barnung þannig að allt í góðu ;) Þannig að hér eftir verður þetta bara systurdóttir en ég ekki móðursystir.

Linda á systurdóttur

0 Mjálm: