BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, desember 17, 2004

Slysó

Haldið þið ekki að mín hafi bara farið upp á slysó í gær!

Borgar sig greinilega ekki að skreppa aðeins frá úr vinnunni því þegar ég kom aftur og var að fara inn þá skelltist hurðin svo rosalega eftir mér útaf vindhviðu að einhvern veginn tókst mér að klemma mig.

Nú megið þið segja ái -því þetta var frekar vont og langatöng og vísifingur hægri handar bólgnuðu upp með hraði. Síðan var ég eiginlega send upp á slysó þótt ég væri ágætlega viss um að ég væri ekki brotin sem kom síðan í ljós að ég hafði rétt fyrir mér. En það var sársauki og þótt sé aðeins um tvo putta að ræða er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif. Því ég er búin að missa svo mikin kraft - gat t.d. ekki skorið matinn minn í gær og á erfitt með að halda á einhverju í hægri höndinni, setja í bakkgír og svo ég tali nú ekki um að vélrita - sérstaklega vont fyrir löngutöng.

Ég get líka gleymt því að skrifa á jólakortin í bili því það er sárt að skrifa! Þau sem munu fá síðan jólakort og þau eru kannski illa skrifuð og með mjög litlu inn í þá vitið þið af hverju :)

Fegin að ég er bara að vinna til hádegis í dag því eftir hádegi á að skrifa á jólakort hér í vinnunni og slepp við það þangað til á mánudag. Í þokkabót er ég nefnilega skrifstofulaus - var verið að brjóta niður eitt stykki vegg í gær - gera vinnurýmið mitt og nýs starfsmanns að einu rými og bæta þriðju við. Því sit ég í dag og seinni partinn í gær á skrifstofu framkvæmdarstjórans - flæmdi hann bara úr skrifstofunni sinni.

Læt þetta duga í bili....

langatöng langatöng hvar ert þú...

0 Mjálm: