BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, október 03, 2004

Alzheimer

Þetta er skæður sjúkdómur. Þekki mann sem er með þennan sjúkdóm og hef séð undanfarin ár hvernig hann hefur áhrif á hann.

Í dag getur hann ekki einu sinni myndað heilar setningar og það er ekkert sem kemur af viti frá honum. Hann er samt að reyna að tjá sig um eitthvað sem hann veit ekki einu sinni hvað er. Ef maður spyr hann nánar um hvað hann er að meina þá hefur hann ekki hugmynd um hvað hann var að tala um enda kom engin heil setning eða hvað þá að hafi verið eitthvað. Frekar fullt af orðum sem hann segir án þess að meina eitthvað. Þannig a heillvænlegast er yfirleitt bara að segja já og nei eða veit ekki. Þó svo að maður hafi ekki hugmynd um hvað hann er að tala um.
Þegar kemur að matartíma þá veit hann heldur ekki hvað á að gera og þarf að benda honum á diskinn sinn að þarna er maturinn hans því hann fer í hina diskana þar sem maturinn er borinn fram á.

Fyrir mig þá er það verst að mér líkaði ekki þessi maður áður fyrr áður en hann veiktist - svo í dag hefur það lítið breyst. Þetta er náttúrulega ekkert sami maður og hér áður fyrr og ég hef samúð með honum og þeim sem standa honum nær.

Að öðrum skemmtilegra þá á lítil frænka mín afmæli í dag, hún Hera Karín er 1 árs. Til hamingju með afmælið stelpa.

Linda ekki svo góð

0 Mjálm: