BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, ágúst 16, 2002

Drottningin

Húsið sem ég bý í hérna fyrir vestan heitir Drottning eins og ég hef minnst á áður. En það hús er mjög sérstakt fyrir margar sakir. Fyrir það fyrsta þá eru engin ljós í því þannig að við þurfum að hafa lampa, reyndar er ljós í einu herbergi og það er Ruv herbergið og það ekkert smá ljós því það eru ein 4. Í öðru lagi þá er klósettið milli tveggja herbergja þannig að ef það var einhver annar staddur í húsinu heldur en ég og Þórunn sem var einnig í Drottningunni þá þurfti hann að fara í gegnum annað hvort herbergið mitt eða Þórunnar til þess að komast á klósettið ásamt því að læsa tveimur hurðum og muna að opna þær aftur. Svo er það eldhúsið sem er varla eldhús því þetta er bara smá innrétting. Því þar sem vaskurinn er þar kemur ísskapur undir honum og við hliðina á vaskinum eru einnig tvær hellur. Allt á sömu innréttingunni hins vegar höfum við ekki notað þessar hellur því svo til við hliðina er eldavel upp á borði með ofni þannig að þar höfum við eldað. Þetta er mjög sérstakt hús.

er að koma heim

0 Mjálm: