BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, ágúst 17, 2002

Afmæli
Guðmunda vinkona á afmæli í dag, til hamingju með afmælið Guðmunda mín :) vonandi áttu góðan dag. Einnig var ég að frétta það um daginn að systir hennar mömmu á einnig afmæli í dag, og stórafmæli en hún er fimmtug. Til hamingju með afmælið Dóra frænka. Vonandi átt þú einnig góðan dag.

Þá eru afmæliskveðjum lokið í bili. Svo virðist sem Snæfellsnesið ætli að kveðja mig með stæl í dag, bæði með góðu veðri og reyna að gera mig eitthvað hrædda. Þannig er því nefnilega háttað að í gær þegar ég kom hingað á skrifstofuna þá var ekkert rafmagn en mér tókst að slá því aftur inn. Þetta var í raun ekkert til þess að óttast neitt, þetta getur komið fyrir. Hinsvegar í gær þegar ég var að horfa á fréttirnar í Drottningunni þá bara búmm varð rafmagnslaust. Þar sem ég hef ekki kannað húsið nógu vel að minnsta kosti samkvæmt ákveðnum aðila þá ákvað ég að hringja í Jens því hann er búinn að kanna húsið eitthvað. Það eru nefnilega tvær rafmagnstöflur þarna og aðra gat ég ekki opnað. Hann sagði mér það sem ég vissi nú þegar en það var ekkert óeðlilegt í rafmagnstöflunni nema hvað það vantaði svona aðalrofa. Allavega þá þurfti ég að hringja í Guðbjörgu til þess að fá númerið hjá umsjónaraðila húsins. Það kom síðan maður sem var alveg jafn hissa og ég nema honum tókst síðan að opna rafmagnstöfluna sem mér tókst ekki og þar var aðalrofinn. Ég fékk rafmagnið aftur.
Þá hefði maður haldið að þetta væri nóg, mér finnst frekar skrýtið að í allt sumar hefur ekkert slegið út en svo gerist það á tvisvar sama daginn. Nei þetta var ekki nóg því þegar ég kom á skrifstofuna í morgun þá var rafmagnslaust að hluta. Það var talvan og ljósin fyrir ofan mig sem hafði slegið út.
Mér finnst þetta pínku skrýtið en getur svo sem alveg átt sínar eðlilegu skýringar þótt ég viti ekki hverjar þær eru.

Lindu sem hlakkar til að komast heim!

0 Mjálm: