Tíminn líður hratt á gervihnattaöld!
Var það örugglega ekki gervihnattaöld eða er þetta eitthvað sem ég var að misheyra í lögum? Það vill nefnilega svo til að ég heyri stundum eitthvað annað en sagt er eða svo er mér sagt. Er ég þá að heyra rangt eða hinir?
Allavega það sem ég vildi sagt hafa eða skrifað er að enn einu sinni er að koma helgi, ekki það að það sé slæmt það er bara að tíminn líður svo hratt að ég hef ekki undan.
Vinkona mín er að fara til Malasíu ásamt kærasta sínum (ætti ég frekar að segja hér sambýlismanni og unnusta?) og systur. Mikið rosalega langar mig að fara þangað en það verður víst að bíða frekari tíma. Ég var að benda þeim á að setja upp blogger svo þau gætu sett upp ferðasögur svo vinir og vandamenn gætu fylgst með. Það mál er í athugun :) vona að þau fari eftir mínum ráðum.
Bon voyage
fimmtudagur, október 12, 2000
Birt af Linda Björk kl. 23:17
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli