BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, október 06, 2000

Það er stutt á milli lífs og dauða, gleði og sorgar.

En sorgin kemur vegna gleðinni sem maður átti, en hefur ekki lengur. Seinna meir munu minningarnar ylja mann og gefa manni gleði því minningin er góð og ljúfsár.
Kistulagning er seinasta stundin sem þú munt eiga með manneskjunni þar sem þú hefur tækifæri til að kveðja hana í síðasta skiptið áður en hún mun hverfa sjónum þínum, en minningin lifir.
Lífið heldur áfram á einhvern óskiljanlegan hátt, stundum skilur maður ekki af hverju allir eru svona eðlilegir í kringum mann eins og ekkert hefur gerst, þulan í sjónvarpinu heldur áfram að brosa og kynna hvern dagskráliðinn á fætur öðrum, sjónvarsfréttafólkið flytur fréttir af hörmungum héðan og þaðan en það snertir þig ekki, þér finnst eins og allt eigi að stöðvast það getur bara ekki haldið áfram eins og ekkert séð, það vantar eina manneskju sem tengist þér að vísu er það “bara” ein en þessi eina manneskja er einhver sem þú þekktir og snertir þig.

0 Mjálm: