Bílinn farinn, helgin að nálgast og hvað á að gera? Þeir sem eru með hugmyndir endilega sendið mér póst.
Jæja nú erum við búin að gefa bílinn okkar og ætlum að reyna að lifa það af að taka strætó. Strætó er ekki það leiðinlegur ferðamáti fyrir utan það að bíða eftir honum og hvað það tekur alveg óralangan tíma að komast heiman frá mér og niður í Háskóla. Sem segir þá að taka strætó er hundleiðinlegt ;) Annars finnst mér merkilegt að þegar ég bjó í Kópavoginum og tók strætó niður í Háskóla þá var ég fljótari að taka 2 vagna heldur en taka fimmuna frá Laugardalslauginni. Það tók mig um 15-20 mínútur að komast niður í HÍ úr Kópavoginum en tekur mig 30 mínútur að fara með fimmunni frá Laugardalslauginni og niður í HÍ. Merkilegt nokk. Allavega finnst mér það.
Vinkona mín og förunautar hennar eru komin til Bali.
fimmtudagur, október 26, 2000
Birt af Linda Björk kl. 22:01
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli