Hvernig er þetta með þessa sýningu Agora, af hverju er ekki reynt að gera eitthvað til að trekkja að kvenfólk eða erum við bara alls ekki þessi markhópur? Ég meina það eru þarna hálf naktar stelpur að spila blak en kannski það segir eitthvað meira um karlpeninginn að til þess að hafa áhrif á þá og fá athyglina þá þurfi að vera þarna hálfnaktar stelpur. Þannig að ég tek þessu sem hrósi, það er litið svo á að fyrir kvenmenn þurfi ekki að veiða athyglina með einhverju rugli sem dregur athygli frá sjálfri vörunni eða fyrirtækinu sem er verið að kynna, það er semsagt hugsað að þær stiga í vitið annað en karlpeningurinn :)
Þannig að í framtíðinni ef ég vil ná athygli karlmanna á einhverri vöru hef ég bara nógu fáklædd kvenfólk en til kvenfólksins þá mun ég höfða til vitsins :)
föstudagur, október 13, 2000
Birt af Linda Björk kl. 23:59
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli