BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Urr

Þegar ég var komin úr strætó í kvöld og á leið heim til mín þá laust það í huga mér að ég hefði gleymt að læsa niðri í vinnu!

Gat ómögulega munað hvort ég hafi læst eða ekki.

Hringdi í pabba til þess að athuga hvort hann væri að vinna - en hann vinnur nálægt mér en svo var ekki.... ákvað þá að prófa að hringja til mömmu til þess að athuga hvort bróðir minn væri kannski á rúntinum. Drengurinn svaraði akkúrat símanum og var á leið á rúntinn.

Plataði hann því að rúnta með mér niðureftir - en reyndar var það síðan frænka hans sem keyrði mér niðureftir.


Að sjálfsögðu var læst!

En eftir alla þessa fyrirhöfn hefði ég nú viljað að væri ólæst en er samt fegin að svo var ekki.

Vonandi fer þetta ekki að þróast upp í þráhyggju hjá mér en átti við þennan vanda að stríða í allt sumar varðandi gestastofuna. Mundi aldrei hvort ég hafi læst á eftir mér en "leyfði" mér þó aldrei að snúa við og athuga því ég vissi innst inni að ég hefði læst.
###
Í dag var mastersnemum í náminu mínu boðið í móttöku, þar sem við hittum námsstjórnina og að sjálfsögðu samnemendur. Var mjög fínt og gott að sjá þá sem eru í stjórninni sem ég hafði ekki séð áður. Er reyndar alltof ódugleg að fara að fólki og byrja að tala við og talaði því einungis við einn kennarann úr námsstjórninni enda þekki ég hann.

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Áskorun: Í hvert sinn sem þú ferð í boð eða móttöku þar sem er ókunnugt fólk skaltu setja þér það markmið að hefja samræður við einhvern einn ókunnugan af fyrra bragði. Æfingin skapar meistarann.

Linda Björk sagði...

góð tillaga :) - getur þú þá líka komið með einhverja línu sem ég get byrjað með? :) er oftast það sem stoppar mig hef ekki hugmynd um hvað ég á að segja...... :)