BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, október 13, 2007

Áhugavert kvöld

Átti alveg áhugavert kvöld í gærkvöldi og óvænt :)

Var uppi í skóla til níu ásamt hópi af öðrum þar sem við vorum að reyna að leysa verkefni - en ég gafst upp klukkan níu enda líka orðin sársvöng þar sem ég var búin að vera þarna frá um fjögur.

Þegar ég fór sá ég sms frá GLP um að hún og aðrar landverjur færu á Ölstofuna og hvort ég mundi ekki koma. Því hoppaði ég úr strætó á Lækjargötu og fékk mér að borða, á meðan reyndi ég að hafa samband við þær dömur hvort væru komnar á ölstofuna - en kemst síðan að því að þær voru á Domo að borða.

Þannig að þegar ég er búin með minn Nonnabita fer ég á Domo þar sem hópur af umhverfisfræðingum er með þeim stöllum. Ég ílengist þar svona miða við að ég ætlaði bara að kíkja á þær. Fæ að smakka á aðalréttinum og fékk svo eftirrétt því tvær úr hópnum voru farnar áður en að honum kom.

Eftir að allir voru búnir að borða var haldið á ölstofuna og leiðinni þangað var ég "yfirheyrð" af pabba "þekkts" einstaklings af hverju ég hefði nú verið valið námið sem ég valdi.

En var alltaf á leiðinni að taka næsta strætó heim en kom af því að þeir hættu að ganga þannig að ég gekk heim í rignunni.

En var áhugavert og óvænt kvöld
###

Já og ég er komin með vinnu :) jeii - tvö kvöld í viku sem er fínt.

3 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Til hamingju með vinnuna

Ella Bella sagði...

heyrðu, mér laust það upp í hausinn áðan, var heimsókn dóttur minnar ekki skrásett á myndir ?? ef hún var það, er hægt að biðja þig um að skella þeim netið ?

Linda Björk sagði...

hmm.... ég reyndar tók bara um tvær myndir - þegar hún var sofandi í rúminu mínu :) - reyndi að taka 3 myndina en myndavelin hlýddi ekki ;) en ekkert mál set á netið.