BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, september 08, 2004

Játning

Verð að koma með stóra játningu hér í sambandi við tónlist en veit ekki nákvæmlega hvernig ég á að orða þetta eða koma þessu frá mér.

Ég er viðkvæm gagnvart tónlist eða réttara sagt að hlusta á "réttu" tónlistina og hafa ekki lélegan tónlistarsmekk. Ég veit þetta er lousy en samt sem áður rétt. Ég er búin að vera svona lengi lengi....ég fell stundum fyrir ákveðnum lousy pop lögum en þori síðan ekki að viðurkenna það. Hvorki fyrir mér né öðrum. Reyndar þá leiðist mér oft á tíðum tónlistin sem er spiluð í útvarpinu - virðist allt vera það sama eða spilað aftur og aftur.

Núna hlusta ég mikið á Sigur rós enda elska ég þá hljómsveit, Nick Cave, Coldplay, Eivör og virðast þessir diskar fara mikið í gegnum geislaspilarann hjá mér.

En játningin er komin út og líður mun betur ;-)

Linda&tónlist

0 Mjálm: