BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, desember 02, 2002

Týpískt

Ég er komin með eitthvað í hálsinn þannig að ég á ábyggilega eftir að vera hóstandi núna næstu daga. Þetta er alveg týpískt að þetta gerist í kringum prófin hjá mér. Ég man eiginlega ekki eftir próftímabilum í menntaskóla og grunnskóla öðruvísi en þannig að í prófunum sjálfum var ég hóstandi það mikið að mér var farið að líða illa yfir því og sannfærð um það að ég væri að trufla alla aðra þarna inni og ef einhver mundi falla gæti hann sakast við mig þar sem ég truflaði einbeitninguna í stofunni. Lítur út fyrir að þetta verði svona hjá mér fyrir þessi próf.
Mamma er búin að baka snúða og ég er komin með tvo poka af nýbökuðum kanelsnúðum. Þetta er að ég held það sem mamma bakar yfirleitt bara fyrir mig að sjálfsögðu fá hinir í fjölskyldunni líka snúða en þar sem þetta er uppáhaldið hjá mér þá er þetta fyrir mig, ekki satt!

Annars tókst mér að afreka það að þrífa hjá mér um helgina og var ekki vanþörf á, merkilegt hvað alls konar drasl getur safnast saman sem maður veit ekki hvað á að gera við en getur einhvern veginn ekki hent. Kannski vantar mér bara fleiri hirlsur til að safna drasli í, hver veit.

ein sem langar á James Bond

0 Mjálm: