BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, desember 09, 2002

Laufabrauðsgerð

Það er komin hefð hjá mömmu og systrum hennar að hittast heima hjá mömmu í byrjun desember og gera laufabrauð. En þessi dagur var einmitt í gær, reyndar hef ég ekki komist undanfarin ár því að sjálfsögðu hef ég verið í prófum og því ekki gefið mér tíma. Hins vegar þá endar laufabrauðsgerðinni með því að borða saman og þær systur koma yfirleitt allar með einn rétt. Þá koma líka oft þeir sem hafa ekki tekið þátt í skurði yfir daginn eins og t.d. ég. Ég fór í gær og fékk mér gómsætan mat......... var mjög gott en reyndar var óvenju fátt núna og hef ég að ég held aldrei verið svona fámennt. Var víst mikið um veikindi. Allavega þá finnst mér mjög gaman af svona hefðum sem skapast. Ætli ég sé bara ekki gamaldags eftir allt saman :)

að vera eða vera ekki.......

0 Mjálm: