BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, desember 11, 2002

Tónleikar

Fór á Nick Cave tónleikana í gær, ég get bara ekki orðum bundist en maðurinn er stórreykingamaður. Held að hann hafi nánast kveikst sér í sígarettu eftir hverju lagi. Þetta voru mjög fínir tónleikar en reyndar margt sem var að fara í pirrurnar á mér því miður. En Nick Cave var þó ekkert að fara í pirrurnar, stórskemmtilegt að fylgjast með honum og fiðluleikaranum. Það var stórskrýtinn náungi. Hann sneri baki við áhorfendur allan tímann og fór hamförum í tónlistarflutningi. Svo þegar hann var ekki að spila þá beygði hann sig í hnjánum og var eins og einn stór bolti á sviðinu. En það sem var að fara í pirrurnar á mér er að fólk var svo mikið að tala saman og tónlistin var ekkert að yfirgnæva það t.d. var þarna ein stelpa sem þurfti að deila þeirri skoðun sinni með okkur hinum að henni þætti allir svo alvarlegir og hvort þetta væru ekki tónleikar. Ég segi bara jú þetta voru tónleikar og við vorum þarna til að hlusta á Nick Cave en ekki hana urrrr......... einnig heyrðist út um allan sal bjórflöskur vera að detta. En þetta eyðilagði þó ekki tónleikana sama hvað þau reyndu hehehe
En kæruleysið heldur áfram hjá mér því ég er að fara á Sigur rósar tónleika á morgun, og hlakka ég mikið til þeirra. Á ekki von á því að fólk þar fari svona í pirrurnar á mér og fari að tala saman. Allavega vona ég það ekki.
Ég kemst ekkert áfram í lærdómnum, ég held ég virki bara líka í nokkra klukkutíma á dag og það er ekki snemma á morgnana né seint á kvöldin.

Sigur Rós

0 Mjálm: