BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

miðvikudagur, september 04, 2002

Öskjuhlíðin

Á mánudaginn var ég í litun og þegar ég var búin þá komst ég að því að ég var tiltölulega nýbúin að missa af strætó og þar sem var svo gott veður ákvað ég að ganga heim. En ég var stödd hjá Bústaðarkirkjunni. Þetta var mjög notaleg ganga þótt ég hafi kannski verið dáltið lengi á leiðinni en meðal annars þá gekk ég Öskjuhlíðina á leiðinni heim. Þetta er þvílíkur staður og ekkert smá slæmt þetta leiðinlega álit sem Öskjuhlíðin hefur á sér ekki endilega að fólk haldi þetta frekar bara að það fyrsta svona yfirleitt sé neikvætt þegar minnst er á Öskjuhlíðina og með djók í huga. Þegar ég kom þangað þá var þvílíkt magn af fuglum, þeir voru bókstaflega allsstaðar held alveg örugglega að þetta hafi verið þrestir þarna út um allt. Einnig sá ég tvær kanínur að spóka sig um þarna, eins og þetta eru nú falleg dýr þá eru þetta svo mikið skaðræðisskepnur.

Annars er ég að búa til systrablogg núna og veit ekki hvort það nær fyrir augum „almennings“ það fer eftir systur minni hvað hún er tilbúin í og hvort hún muni nú eitthvað skrifa. Ellen mín núna er semsagt komin áskorun á þig :)

Svo er það að frétta að ég kikknaði á fjallgöngunni með honum Árna á laugardaginn, smá eftirsjá að hafa ekki reynt en það er svona. Upphaflega átti kannski að vera fundur með kennara einum á laugardeginum en hann varð síðan á sunnudeginum. Já ég er ekki búin að segja frá því en ég verð aðstoðarkennari í einu námskeiði í vetur sem heitir Ferðamálafræði, smá kvíði fyrir það en vona að þetta reddist bara allt saman. Hryllilegt að hugsa til þess að þurfa að fara yfir verkefni og gefa einkunnir! Kennarinn sem kennir þetta námskeið er á Akureyri þannig að aðgangur að honum verður mjög takmarkaður.

Það styttist óðum í brúðkaupið hjá Sólrúnu og Bjarna en það er á laugardaginn, reyndar er því búið að seinka um hálftíma því það átti að vera annað brúðkaup hálftíma á undan þeim og það er svoldíð tæpt. En það verður ábyggilega gaman og við vinkonurnar búnar að plana hitt og þetta.

3 dagar í brúðkaup hjá Sólrúnu og Bjarna

0 Mjálm: