BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, febrúar 04, 2013

El Salvador og Honduras

Er komin til Leon, Nicaragua og kom hingad seinnipartinn i gaer eftir um 7 klst rútuferd frá hofudborg Honduras. Ad thessu sinni tók ég "túristarútu" yfir landamaerin sem thýdir ad ég var bara í einni rútu allan tímann og í lúxus rútu thar sem voru thaegileg saeti, loftkaeling, klósett og sjónvarp. En thad var thvílikt gott ad hafa thaegileg saeti serstaklega thar sem eg er búin ad vera mikid á ferdinni og stoppad stutt a hverjum stad.

Var t.d. bara 5 naetur í El Salvador, var fyrstu 3 naeturnar i Juayua thar sem ég fór í nagránnabaeina sem ég er búin ad skrifa um. Thadan fór ég í haedsta bae El Salvador sem heitir Alegría og er í 1535 m haed. Thar hitti ég bandaríska konu sem er 71 árs og er enn ad ferdast :)  - hún sagdist reyndar vilja núna hafa félagsskap í ferdalogunum sínum. Fór frá Alegría til Perquin thar sem voru "adal" bardagasvaedi skaerulida og hermanna a sinum tima. Aetladi thadan yfir til landamaerana til Honduras en rútan kom aldrei thannig ad ég og ástralska stelpan sem var ad bída lika ákvadum ad fara adra leid inn til Honduras. Thannig ad ég paeldi adeins í thvi hvort ég aetti ad sleppa Honduras alveg en ákvad ad heimsaekja thennan bae sem ég aetladi ad heimsaekja. Var eingongu 4 naetur í Honduras og thar af 2 naetur í Gracias sem er fjallabar í Honduras. Aetladi mér ad fara í thjodgard sem er stutt frá Gracias en vegna bara almennrar threyttu gerdi ég ekki neitt í Gracias annad en ad maela goturnar. Thurfti á smá hvíld ad halda og tímdi ekki ad vera adra nótt thar en var ordin smá othreyjuful ad komast til Nicaragua. Thurfti svo einnig ad vera eina nótt í hofudborg Honduras en ég hef svona frekar reynt ad sneida framhja hofudborgunum og staerri borgum thvi thar er meira um glaepi og klíkur. En yfirleitt tharf madur alltaf ad fara um hofudborgina til thess ad taka rútur.

Verd hinsvegar ad segja thad ad fólkid í El Salvador er einstakt, svo vinalegt og hjálpsamt. Honduras búar var líka fínt en á allt annan hátt einhvern veginn.

En eins og ádur segir er ég komin til Leon í Nicaragua og er á hosteli sem heitir Lazybones :)  og líst mér bara nokkud vel á thad. Aetla mér ad taka thad lika adeins rólegra núna og flýta mér ekki eins mikid milli áfangastada.

p.s. setti inn myndir á fostudaginn frá Guatmala - myndir frá Belize og El Salvador koma seinna.

0 Mjálm: