BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, janúar 28, 2013

Rutuferdir

Rutuferdirnar hafa verid eins misjafnar og thaer hafa verid margar.

Guatemala
Rutuferdirnar hafa verid einstaklega fjolbreyttar i Guatemala, thegar eg for til og fra Antigua tok eg "chicken bus" sem er semsagt gomul bandarisk skolaruta. Thad er trodid eins morgu folki inn eins og haegt er. A leidinni til Antigua tha eru mjog brattar brekkur og sa eg lika rampa sem vaentanlega eru notadir til thess ad ef bremsurnar fara a bilnum getur thu notad rampinn til thess ad fara upp og vaentanlega stodvad bilinn. A leidinni fra Antigua hafdi eg mikla ahyggjur af thvi ad vid mundum fara a hlidina thvi bilstjorarnir voru a fleygiferd og haegri beygjurnar voru serstaklega slaemar. I chicken bus er heldur engin farangursgeymsla og thvi er allt tekid inn i rutuna. Thegar eg for fra Monterrico og til hofudborgarinnar sat eg med stora bakpokann minn og thann litla a milli fotanna. I Monterrico hitti eg lika 2 danskar stelpur (vid tokum rutuna klukkan 5 um nottina) sem voru ad fara somu leid og eg og vard eg thvi samferda. I hofudborginni tokum vid svo straeto ad mjog finni rutustod sem var lika verslunarmidstod. Thar for eg i finni rutu thar sem eg fekk uthlutad saeti og farangurinn var settur i farangursgeymslu. Thvilikur munur.

Fra Coban til Flores akvad eg ad taka shuttle, litil ruta sem pikkar mann upp a hotelid og keyrir mann lika a hotelid sem madur er a i naestu borg. Thetta kostadi adeins meira en venjulega rutan - en thaegindin ekkert betri. Thetta var bill sem tok 14 manns og farangurinn a toppinum. Eg sat aftast asamt odrum 2 donskum stelpum nema bekkurinn var ekki alveg nogu langur thannig ad badar rasskinnarnar voru ekki a saetinu. Eftir um 2 klst var onnur rasskinnin ordin ansi dofin og 3 klst eftir.... uff... mikid var eg fegin og vid oll thegar thessi rutuferd var buin.

Allra glaesilegasta rutuferd sem eg hef farid so far thegar eg for fra Rio Dulce (ekki langt fra Livingston) og aleidis til Peturs og Karinu. En a theirri leid thurfti eg ad taka einar 3- 4 rutur en nadi ekki seinustu rutunni. Allavega fyrsta rutan var alveg 1 klass ruta enda dyr eftir thvi. Fekk uthlutad saeti, var klosett og sjonvarp um bord asamt thvi ad farangur var tjekkadur hja farthegum adur en gengid var um bord  - leita ad byssum thvi byssur voru bannadar. Meira segja farangurinn sem var settur i farangursgeymsluna var numeradur og fekk eg mida med numerinu. En eg var lika thvilik heppin thegar eg kom ur theirri rutu thurfti eg ad leita ad naestu rutu en vegna "kallarana" og leitina ad farthegum fann skutlu bilinn mig - um leid og eg steig ut ur flottu rutuni kom svona litil skutlu bil sem eg thurfti ad taka. Gekk vel ad naesta stad thar sem eg thurfti ad taka 3 rutuna. Nema thegar kom ad thvi ad taka 4 og seinustu rutuna til thess ad komast til Mita til Peturs og Karinu tha voru ruturnar haettar ad ganga en klukkan var half sex um kvoldid. Thannig ad ur vard ad Karina greyid smaladi bornunum i bilin og sotti mig en thad er um 40 min keyrsla fra Mita til Ipala thar sem eg var.

Belize
Í Belize voru lika chicken bus en thaer hofdu thad fram yfir chicken businn i Guatemala ad sa sem rukkar inn peningana - their hjalpudu mer yfirleitt med farangurinn og setti hann aftast i rutuna. Sa sem rukkadi var heldur ekki ad kalla ut afangastadinn eins og their gera i Guatemala. Eins virtist vera adeins meira utanumhald a rutunum. Thaer stoppudu a rutustodvum sem hofdu hlid thar sem farthegarnir foru i gegnum. Var svona adeins thaegilegra ad fara i ruturnar thar, einnig var lika stoppad adeins a leidinni til ad borda og pissa.

El Salvador
Fyrsta rutuferdin i El Salvador var ahugaverd - thegar eg var komin yfir landamaerin fra Guatemala (madur gengur bara yfir) tha for eg ad leita ad rutu, var bent sidan a chicken bus. Thegar eg kom thangad var fullt af folki inn i rutunni en enginn bilstjori eda annar til thess ad athuga nu ad madur vaeri i rettri rutu. Akvad thvi bara ad treysta thvi ad folkid vissi hvert thad vaeri ad fara. For thvi inn og settist aftast og setti farangurinn minn aftast lika. Stuttu eftir ad vid heldum af stad tha stodvudu hermenn rutuna og raku flesta ut, vid vorum orfa sem satu inn i rutunni. Their voru 3 hermennirnir og med risabyssur. Frekar ohugnalegt. En their voru ad leita i rutunni og badu um ad kikja i toskuna mina en bara i stora bakpokann en letu thann litla vera. Svo leitudu their i toskunum hja theim sem voru inn i rutunni. Thegar their hleyptu svo folkinu aftur um bord var leitad i toskunum theirra. Thegar eg spurdi tha sem satu vid hlidina a mer hverju their vaeru ad leita ad var svarid - marijuana. Thanng ad eg reikna med ad their hafi verid ad leita ad eiturlyfjum. Ekki vorum vid buin ad keyra lengi thegar loggur stoppudu okkur og aftur leitad i bilnum en ad thessu sinni voru ekki allir reknir ut heldur orfair, thessir voru lika bara med litlar byssur. Aftur fekk stori bakpokinn minn athygli eda spurt hver aetti hann og var bent a mig en letu hann alveg vera. Vid vorum svo stoppud i thridja sinnid thar sem var leitad i rutunni...... eg var farin ad hugsa til hverskonar lands er eg eiginlega komin!

Thegar vid vorum komin til Santa Ana (en thar thurfti eg ad skipta um rutu til thess ad komast a afangastadinn sem eg aetladi a) tha spurdi eg rukkarann hvar eg taeki rutu til Juayua (thar sem eg er nuna), hann var svo almennilegur ad hringja og spyrja og svo thegar vid komum a rutustodina sagdi hann mer ad bida adeins for ut og kom svo tilbaka og fylgdi mer ad rutunni og sagdi ad hun faeri eftir 1 klst. Thar sem rutan var voru basar med matsolustodum og fleira og var einn madur ad borda thegar eg kom ad, hann baud mer svo saetid sitt. Thegar loksins rutan var opnud til thess ad vid kaemumst inn tha for eg ekki alveg strax af stad thvi eg var ad skrifa eitthvad nidur en folkid i kringum mig - en allir vissu hvert eg var ad fara bentu mer a ad fara inn i rutuna og bentu bilstjoranum/rukkaranum a ad eg aetti ad taka rutuna. Reikna fastlega med thvi ad best er ad fara inn sem fyrst til thess ad fa nu orugglega saeti.

I flestum rutuferdunum - ad minnsta kosti i chicken bus koma solumenn inn og eru ad selja ymsan varning en aldrei hef eg sed eins mikid og var i Santa Ana - thegar vid vorum ad fara fra rutustodinni en thad var straumur af solumonnum og ekki bara ad selja eitthvad ad borda heldur var thad pennar, sapur, klemmur, stilabaekur, vasaljos og eg veit ekki hvad. Hefur kannski eitthvad med thad ad gera ad rutan tharf ad keyra i gegnum markadinn og er ansi throngt thar.

###
Er allavega i Juayua nuna en fer a morgun (manudag) til baejar sem heitir Alegria (ef eg kemst a einum degi). For i dag med 2 ungmennum til baeja i nagrenni vid Juayua en thetta voru strakur og stelpa sem vinna a upplysingamidstod ferdamanna her i bae og budust thegar eg kom vid i gaer ad fara med mer. Vid stoppudu i bae sem heitir Ataco en stelpan er thadan og mamma hennar a veitingastad sem selur papusca. Vid semsagt stoppudum thar og bordudum og thegar eg aetladi ad fara ad borda tha vildi mamma hennar thad ekki heldur baa ad eg myndi koma aftur til El Salvador og til Ataco og dveljast thar ;)    Thannig ad enn sem komid er tha hef eg bara hitt indaelis folk her i El Salvador og vona svo sannarlega ad thad verdi afram thannig.

0 Mjálm: