Stykkishólmur
Skelltum okkur í hólminn í gær eftir vinnu. Tilgangurinn var að heimsækja hana Þórunni og fá að sjá húsið sem hún býr í :) - en skelltum okkur í sund áður. Nota ferðina sko...
Vorum búin að plana að borða á Narfeyrarstofu en Þórunn bauð okkur í mat og úr varð alveg rosalega góð kvöldstund - húsið sem hún býr í er líka æði og góður andi þar inni.
Vorum svo vær að hún losnaði ekki við okkur fyrr en að verða eitt um nóttina og við því ekki komin heim á Gufuskála fyrr en að verða tvö.
Ekki laust við það að maður sé smá sybbin í dag!
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
Birt af Linda Björk kl. 14:56
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli