BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, ágúst 04, 2007

Já,nei

hmm....hef mjög oft fylgt þeirri reglu að hafi maður ekkert að segja eigi maður að þegja.

Því ætti ég ekki að vera að skrifa hér...

Náði að klára Harry Potter bókina á komudaginn minn hér á Snæfellsnesið. Vaknaði fimm um morguninn og byrjaði að lesa, las svo í rútunni og átti einungis eftir nokkrar blaðsíður þegar ég kom á Snæfellsnesið sem ég kláraði í hádegismatnum mínum.

Verð að fara lesa allar bækurnar aftur.... :)

Er að skríða saman - þegar ég talaði um að ég væri stirð þá fóru hlutirnir bara hríðversnandi. Gat ekki lyft höndunum upp yfir höfuð - ekki það að ég þurfi þess eitthvað dagsdaglega að lyfta höndum upp yfir höfuð...

jú vitleysa í mér - þegar maður fer í og úr bolum þá yfirleitt þarf að lyfta höndum... en hvað um það. Verra fannst mér að ég átti í erfiðleikum með að fara í og úr buxum. Líka að fara í og úr heita pottinum um seinustu helgi.

Tímarnir breytast og mennirnr með... eða ég. Orðin líka svo gömul að ég er eiginlega bara fegin því að vera að vinna um verslunarmannahelgina. Hér áður fyrr þurfti ég þess all oft að vinna þessar helgar og var frekar spæld. Fyndið að hugsa til þess að það eru 13 ár síðan ég fór á þjóðhátíð í Eyjum. Mér sem finnst svo stutt síðan :) en litli elsti bróðir minn er þar núna - árinu eldri heldur en ég fór þangað.

1 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Þjóðhátíð í Eyjum sællrar minningar. En ég er líka orðin gömul eins og þú og var sátt við mína verslunarmannahelgi hér í RVK.
Guðmunda