BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, júlí 17, 2006

Vonsvikin

Í gær var ég að kaupa mér bók um Barcelona á amazon.com í leiðinni ætlaði ég mér að kaupa bækur eftir ástralskan höfund sem mér líkar mjög vel við. Mér til mikilla vonbrigða voru þessar bækur ekki til á lager hjá þeim eða álika.

Ég ákvað síðan að prófa googla höfundinn og fékk heimasíðuna hennar Judy Nunn þar sem var líka vísað á bókabúðir þar sem hægt væri að kaupa bækurnar hennar. Núna er ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að kaupa bækur frá bókabúð í Ástralíu - líka þar sem það kostar sitt. Það kostar 20 ozzi dollara fyrir að senda eina bók og svo bættist við 7,5 dollarar við hverja bók sem mér finnst svoldið mikið. Veit ekki hvað ég á að gera :(

En þetta voru mikil vonbrigði að geta ekki keypt frá amazon. Ég var nefnilega búin að leita að þessum höfundi í bókabúð út í New York og svo bara í flugvallabókabúð á Stansted í London.

0 Mjálm: