BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Tónleikar

Yes komst á Sigur rósar tónleika í gærkveldi. Er og var í skýjunum.

Langaði nefnilega svo mikið á tónleikana sem eru á sunnudaginn á Miklatúni/Klambratúni og var næstum orðin bara þunglynd af því að missa af tónleikunum og var svo sannfærð um að þeir mundu ekkert koma á vesturlandið á þessum rúnti sínum.

Var því ægilega hamingjusöm þegar ég fór út í Esso á laugardagskvöldið og það fyrsta sem ég sá var auglýsing um Sigur Rós.

Tónleikarnir voru magnaðir, í einu lagi þá stoppa þeir tónlistaflutninginn (man ekki hvað lagið heitir) og ég var með í maganum yfir því að einhverjir mundu byrja að klappa eða hrópa eitthvað en ekkert slíkt gerðist og áhrifin voru gífurleg - alveg þögn í salnum í pökkuðu félagsheimili.

Tónleikarnir í gær gerðu það enn meira að verkum að mig langar að fara á tónleikana á sunnudaginn!

Þeir voru geðveikir!

0 Mjálm: