BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

3 ár

Ég er búin að vera að hugleiða undanfarið og held ég sé komin að þeirri niðurstöðu án mikilla vísindalegra rannsókna þó.
En þessi hugleiðing um líf mitt þá held ég að á sirka 3 ára fresti þá tekur líf mitt stakkabreytingum. Kannski ekki róttækum en samt þó... í 3 ár er semsagt allt við það sama þangað til breytingar koma. Að vísu eru engar stórbreytingar hjá mér en þó verið að planleggja en verður að koma í ljós hvort af þeim verði. Kannski líka núna í fyrsta skipti sem ég virkilega ætla að breyta til í stað þess að aðstæður hjá mér gera breytingar án þess að þeirra sé endilega óskað.

En eins og er verður bara að koma í ljós. Kemur reyndar rosalega oft fyrir hjá mér (að mér finnst) að ef ég plana þá fellur það um sjálft sig ;)

spennandi tímar!!

0 Mjálm: