BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, maí 06, 2005

Dansk-íslenskt búdda brúðkaup

Ég var í þessu dansk íslenska búdda brúðkaupi í gær og skemmti mér mjög vel.
Eins og gefur að skilja þar sem þetta var búdda brúðkaup þá var athöfnin með öðruvísi sniði. Að vissu leyti fannst mér þetta vera mun persónulegra.

Eftir að búddistarnir og brúðhjónin voru búin að "kyrja" í smá stund kom smá ávarp frá einni í búddanu og síðan fóru brúðhjónin með sín heit. Mér finnst eitthvað virkilega fallegt við að heyra þau segja sjálf að þau ætli að elska hvort annað - eins og þau eru en ekki eins og þau vilja að hvort annað sé o.s.frv og heyra þetta frá þeim en ekki bara já eins og er í kirkjubrúðkaupi. Næstum því klökknaði.... jah ok ég klökknaði og það er bara fyrsta skipti hjá mér í brúðkaupi.
Versta er að það var búið að biðja okkur um í athöfninni að taka ekki myndir af altarinu þegar það væri opið þannig að ég þorði ekki að taka neinar myndir en langaði rosalega til þess.

Maturinn var virkilega ljúffengur, borðfélagarnir góðir enda ekki við öðru að búast þegar um vini mína er að ræða ;). Kom margt mjög skemmtilegt frá dönunum og dönsku hefðunum. Versta er að þegar svaramaður brúðgumans kom upp þá skildi ég ekki nógu mikið og heldur ekki þegar móðirin kom. Síðan var líka bara dansað af sér tærnar með DJ Páli Óskari - fannst reyndar svoldið skondið þegar hann spilaði líka lag með sjálfum sér. Við vinahópurinn stóð sig með prýði þar sem við vorum seinust til þess að fara.

Af öðrum fréttum er að loksins er búin að bætast við strákur í barnaskarann sem er að fæðast á þessu ári. Vinkona mín akkúrat fór upp á fæðingardeild í stað þess að mæta í brúðkaup og kom stráksi í nótt - óskum þeim til hamingju :)
Síðan frétti ég líka í dag af einni sem rekur farfuglaheimili (sem ég á í samskiptum við) að hún eignaðist stelpu 4. maí - óska henni líka til hamingju en efast um að hún lesi þetta mikið.

Er enn í vinnunni - er ekkert voða hress með það.... en vil frekar vera lengur í kvöld heldur en lengi á morgun.

helgi - yeah right

0 Mjálm: