BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, febrúar 05, 2010

Vetrarríki

Já það er óhætt að segja að ég er komin í vetrarríkið hér fyrir norðan. Nokkuð langt síðan maður hefur verið í vetri - svo miklum að þarf að kaupa sér auka ullarföt svona til þess að hafa til skiptanna þegar maður þvær ;) því ekki getur maður verið án þeirra.

Annað sem er merki þess að maður er í vetrarríki er það að skafa þarf að bílnum og það stundum tvisvar á dag - á leið í vinnu og eftir vinnu! Úff og púff, svoldið munur frá því að bíða út á stoppistöð og ganga svo inn í "misheita" strætisvagnana.

En það er fallegt hérna - ekki hægt að neita því :)




Mynd af Víti - tekin í dag!

0 Mjálm: