BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, nóvember 22, 2009

Home sweet home

Er víst komin heim og búin að vera nokkra daga.

Var farin að hlakka til að koma heim enda heilsan búin að vera að stríða mér eða kannski smá heilsuleysi. Endalaust hor, hósti og var orðin hölt en af hverju veit ég ekki - kenni mikilli hæð þar um..... veit ekki hvað annað þetta hefur getað verið.

Verður reyndar að segjast þegar ég var komin heim þá langaði mér svoldið aftur út.... en ferðin var fín og allt gekk vel.

Það neikvæða við Bolivíu var allt ruslið - alveg þvílíkt rusl við þéttbýlisstaðina og stakk í hjartað að sjá þetta. En fólkið var gott og gott að vera í Bólivíu og á örugglega eftir að koma þangað aftur - á eftir sko að fara í Amazon skóginn og hver veit nema það verði frá Bolivíu í stað Brazilíu.....

En já ég er búin að setja inn myndir á myndasíðuna mína og eru þetta yfir 300 myndir - tók víst 404 myndir í ferðinni en ekki voru allar góðar eða tókust jafnvel. Ég var víst búin að lofa að setja inn einhverjar myndir hér og byrja á klósettmyndum :) 


já það er kúkur í klósettinu!

Baðherbergið mitt á 5 stjörnu hótelinu!

5 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Velkomin heim !
nokkrir punktar sem ég ætla að koma frá mér í stikki...

# þú ert að verða helv.... fær í sjálfsmyndatökum :0)
# banginn hans Tony hefur upplifað margt og getur sagt hinum bangsavinunum frá mörgum ævintýrunum þegar að hann kemur heim
# það er erfiðara að komast inn á myndasíðuna þína heldur en heimasíðu pentagons ;0)
# vá hvað herbergið þitt var flokk á ráðstefnunni, hefur bara verið eins og prinsessan á bauninni
# dansfélagi, lenti kellan á séns *flaut* ;0)
# en gaman að sjá myndir frá þessu ferðalagi, flottara umhverfi sumstaðar en ég átti von á, svona miðað við þriðja heims ríki :0)

jæja ég er búin núna

Ella Bella sagði...

Velkomin heim !
nokkrir punktar sem ég ætla að koma frá mér í stikki...

# þú ert að verða helv.... fær í sjálfsmyndatökum :0)
# banginn hans Tony hefur upplifað margt og getur sagt hinum bangsavinunum frá mörgum ævintýrunum þegar að hann kemur heim
# það er erfiðara að komast inn á myndasíðuna þína heldur en heimasíðu pentagons ;0)
# vá hvað herbergið þitt var flokk á ráðstefnunni, hefur bara verið eins og prinsessan á bauninni
# dansfélagi, lenti kellan á séns *flaut* ;0)
# en gaman að sjá myndir frá þessu ferðalagi, flottara umhverfi sumstaðar en ég átti von á, svona miðað við þriðja heims ríki :0)

jæja ég er búin núna

Linda Björk sagði...

takk fyrir :)

er líka myndavélin sem er svona góð í sjálfsmyndatökum,

var í Suður Ameríku og þegar maður dansar við einhvern þar er ekki endilega að maður sé komin á sjens heldur finnst þeim gaman að dansa. Held líka að dansfélaginn hafi verið giftur :) eða þessi sem ég tók myndina af... veit ekki með hina.

og um að gera að hafa myndasíðuna mína læsta ;)

Nafnlaus sagði...

æi... Linda ..kúkur og wc .... þetta var greini lega ekki nægilega spennandi ferð vantaði mig ;)

Linda Björk sagði...

jú einmitt spennandi að vita hvernig klósetti maður lenti á.... ég meina þetta er ein af grundvallarþörfunum... losa sig við úrgang... og hvernig aðstöðu fær maður til þess....

en vantaði þig örugglega... bara betra að vita hver þú ert ;)