BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, janúar 31, 2008

Kalt

Fyrsti strætódagurinn í dag og það var vibbalega kalt.

Bílinn fór í dag eftir 2ja mánaða dvöl hjá mér - hann kom sér einstaklega vel í desembermánuði í prófum, verkefnavinnu og jólum. Eftir jólin var ég alltaf á leiðinni að skila blessaða bílnum en eitthvað dróst það alltaf á langinn.

En núna er ég semsagt laus undan "oki" bílsins og er aftur orðin strætófarþegi sem er ekki svo slæmt ef maður þyrfti ekki að bíða eftir honum :) og það í þessum þvílíka kulda.

Takk fyrir afnotin og lánið á honum bræður - ég sendi svo reikning fyrir bensínnotkuninni því að sjálfsögðu var ég líka í "vinnu" við að liðka bílinn (hahahaha)

###
Að veðrinu

Ég hef einsett mér láta hið íslenska veður ekki pirra mig því það er voða lítið hægt að breyta því - ekki nema þá hvernig skapið er varðandi veðrið. Þannig að ef það er rigning þá er bara rigning, ef það er rok þá er rok.

En

Ég þoli illa kulda - þoli ekki að verða kalt. Gjörsamlega fer alveg með mig en þó það sem er skárra við kuldann heldur en hitann er að það er yfirleitt auðveldara að klæða af sér kulda eða á einhvern hátt reyna að hlýja sér, það er yfirleitt verra að reyna að kæla sig niður ef maður er í mjög heitu loftslagi.

en já viskudómar í boði Lindu :)

1 Mjálm:

Ella Bella sagði...

þannig að núna er það bara kaldur raunveruleikinn við ...