BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, júlí 07, 2007

Mosi

Í minni barnslegu trú hélt ég að það væri búið að stimpla inn í þjóðarvitund Íslendinga að mosi er viðkvæmur og er mjög lengi að vaxa. Því ætti ekki að rífa upp mosa, ganga mjög varlega þegar maður er að ganga á mosa og bara alls ekki að keyra á mosa.

En þetta virðist ekki vera.

Ég lærði þetta mjög ung en hjá hverjum eða hvar man ég ekki.

###

Var að keyra um daginn (svo sem ekki nýtt) niður í Hólavog þegar ég fyrir tilviljun rak augun í fugl með 3 unga - þeir voru svo samlitir veginum að erfitt var að koma auga á þá þannig að sjálfsögðu stoppaði ég til þess að keyra nú ekki yfir ungana og fylgdis með þeim í smá tíma. Ég fór reyndar svo út úr bílnum í tilraun til þess að taka myndir af þeim. Fuglinn sem ég tel vera sandlóu var fljót að gefa ungunum sínum skipun um að fara í eina átt svo hljóp hún í áttina til mín og lék það síðan að vera særð. Það var svo sætt og fyndið að sjá þetta og lék sandlóan þetta bara mjög vel og var mjög sannfærandi.

Ég ætla bara að vona að tekist hafi að sameina fjölskylduna aftur.

###

Ég er komin með sólarofnæmið aftur :( - og skítt að vera með það á handleggjunum. Finnst það öllu verra að vera komin með það í andlitið. En hef heldur ekki verið að nota sólarvörn.

1 Mjálm:

Ella Bella sagði...

Ég var einu sinni að leika mér niðri í fjöru hjá Geldingarnesi þegar ég var nýflutt í Dvergaborgirnar. Þá var einmitt fugl með ungana sína og henni fannst við eitthvað hættulega nálægt þeim þannig að hún einmitt tók upp á þessu að þykjast vera vængbrotin, mér fannst það ekkert smá "sætt" af henni þannig að við bara fórum og leyfðum þeim að vera. Fuglarnir kunna þetta ;)