Súlukast
Var stödd í Skarðsvíkinni á sunnudaginn og sá súlukast, en þá stinga súlurnar sér í sjóinn eftir æti. Var rosalega flott að sjá þetta, var með myndavélina en náði ekki nógu góðum myndum - þarf betri myndavél og linsu í það :) en hér má sjá tilraun til myndatöku.
Á sunnudeginum gekk ég einnig í Beruvík og á leiðinni tók ég þessar myndir en þessi ský sátu yfir Öndverðarneshólunum og Hellissandi.
Fyrr um morgunin fórum ég og Hákon í Hellnafjöru að tína upp afklippur sem einhver hefur hent í sjóinn :(
En annars er ég orðin ein í kotinu, Hákon farin í frí. Var reyndar gert grín af mér í morgun þar sem ég sat á kaffistofunni áður en Hákon og Guðbjörg fóru í bæinn og var með nafnspjaldið hans Hákons í barminum í staðinn fyrir mitt - hélt að þetta væri mitt :)
þriðjudagur, júní 05, 2007
Birt af Linda Björk kl. 13:15
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
hæ linda, flottar skýjamyndirnar þínar
já þær komu skemmtilega á óvart - hélt að þær yrðu ekkert sérstakar :)
Skrifa ummæli