BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, júní 09, 2007

Gestastofan

Er núna 5 daginn minn í röð á gestastofunni og á 3 eftir. Ástæðan fyrir því að ég er svona lengi er sú að Hákon er í fríi og ekki komin annar landvörður á svæðið.

Gestastofan hjá okkur er rosa flott :) - ég varð mjög hrifin af henni þegar ég sá hana fyrst í fyrra og svo er nánast annar hver gestur sem kemur hingað sem hrósar gestastofunni. Eitt það skemmtilegast við hana er að það er hægt að prufa ýmislegt og finnst mér skemmtilegast þegar fólk prufar. Til dæmis eru skinnskór hér sem hægt er að prufa að ganga í hrauni og mér finnst bara alltof sjaldan sem fólk prufar þá svo eru líka aflraunasteinar sem krakkar og fullorðnir geta prófað að lyfta ásamt fleiru. Bara drífa sig og sjá gestastofuna :)

###
Meira af dagskránni en það er mikið að gerast um næstu helgi en ég reyndar missi af því öllu þar sem ég verð farin í frí. En hér kemur það
Er rebbi heima?
Heimsókn að refagreni
Laugardaginn 16. júní kl. 14 – Farið verður að refagreni í ábúð. Staðsetning nánar auglýst síðar.
Lestu blóm?
Dagur villtra blóma
Sunnudagurinn 17. júní er samnorrænn dagur villtra blóma og verður af því tilefni haldin plöntugreiningarkeppni í léttum dúr við Rauðhól. Keppnin er fyrir unga sem aldna og hefst kl. 16. Plöntuhandbækur leyfðar. 2-3 klst.

###
Jónsmessunæturganga á Snæfellsjökul 23. júní
Á Jónsmessunótt verður ganga á Snæfellsjökul. Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 23 laugardaginn 23. júní. Hafið með ykkur nesti og hlý föt. 4-6 klst.
Helgiganga undir Jökli 6.-7. júlí Tveggja daga helgiganga Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og Ingjaldshólskirkju. Fyrri daginn er gengið frá Saxhóli um Prestahraun eftir farbæn við Saxhól kl. 19:30 og lýkur göngunni um 2:30 við Ingjaldshólskirkju með klukknahringingu og stuttri helgistund. Seinni gangan hefst við Einarslón kl. 16 og lýkur við Hellnakirkju með næturmessu um kl. 22:30. Leiðsögumenn verða Dr. Pétur Pétursson og Sæmundur Kristjánsson.

Það sem ég er spenntust fyrir því mér hefur alltaf langað til þess að ganga alla ströndina eru þessar göngur (reyndar getur verið að dagsetning á seinustu göngu breytist):
Ströndin eins og hún leggur sig!Í sumar verður hafin ganga eftir endilangri strönd þjóðgarðsins með fróðu leiðsögufólki. Þrír áfangar verða gengnir í sumar og áformað að klára ströndina næsta sumar.
Fimmtudaginn 12. júlí kl. 19
Krossavík – Þórðarklettur. Fjörulíf og saga. 3-4 klst. Leiðsögumenn verða Sæmundur Kristjánsson og Erla Björk Örnólfsdóttir.
Fimmtudaginn 26. júlí kl. 19
Hólahólar – Djúpalónssandur. Náttúra og vermennska. 3-4 klst. Leiðsögumaður verður Sæmundur Kristjánsson.
Laugardaginn 18. ágúst kl. 11
Skálasnagi – Beruvík. Fuglar og saga. 5-6 klst. Leiðsögumaður verður Sæmundur Kristjánsson.

###
Ljósmyndasýning á Djúpalónssandi í sumar
Gunnar Ólafur Sigmarsson opnar sýningu á náttúruljósmyndum af Snæfellsnesi á Djúpalónssandi föstudaginn 25. maí kl. 18. Sýningin stendur fram eftir sumri.
Ljósmyndasýning í Malarrifsvita
Hollvinasamtök Þórðar frá Dagverðará standa fyrir ljósmyndasýningu í Malarrifsvita í sumar. Sýningin verður opnuð 30. júní og stendur til 5. ágúst. Opið verður laugardaga og sunnudaga milli 10 og 16.
Hlaupið undir Jökli 11. ágúst
Hlaupið undir Jökli verður haldið í fyrsta skipti þann 11. ágúst. Boðið verður upp á 4 vegalengdir, Amlóða 2,5 km, Hálfdrætting 5 km, Hálfsterkan 21,1 km (hálft maraþon) og Fullsterkan (heilt maraþon) 42,2 km.

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Sammála strandgöngurnar eru spennandi kannski ég kíki í göngu :)
Og svo á ljósmyndasýningu.
Ertu komin með heitan pott ???

Linda Björk sagði...

um að gera að skella sér ;)

neibbs - ekki búið að fjölga pottum frá seinasta sumri. En mamma er á leiðinni í sumar og verður í húsi með potti - ætli maður laumi sér ekki þá!