BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, mars 16, 2007

Peningar

Peningar eru eitt af öflum heimsins!

Peningar ráða alveg ótrúlega miklu og við stjórnumst mikið af þeim.

Mér finnst það hinsvegar alveg sorglegt ef við ætlum að láta umhverfið líða fyrir hversu mikið við látum peningana stjórna.

Það er nokkuð ljóst að peningar kaupa ekki hreint loft, ósnorta náttúru, ómengað umhverfi.

Ég veit það að mig langar ekki til þess að búa í menguðu landi og borg eins og Mexikó borg er í Mexíkó eða Shanghai í Kína.

Ég vil hafa hreint loft, hreint vatn og fallega og ósnorta náttúru og það er hreinlega ekki hægt að meta það til fjárs. Hef það á tilfinningunni að fólk muni ekki átta sig á hvað það hafði fyrr en það er farið en það er um að gera að fólk opni augun og átti sig á því sem það hefur núna áður en það er of seint.

Peningar kaupa ekki hamingjuna.

Peningar kaupa því síður hreint loft og ómengað.

Sumir hafa talað um það að það sé svo hagkvæmt á heimsvísu að hafa álver á Íslandi því það fer svo hrein orka í álverið. Ég mundi kannski kaupa þessi rök ef þessi sömu aðilar bæru líka virðingu fyrir því að varðveita ramsar sáttmálan um varðveislu votlendissvæða á Íslandi því þau eru mikilvæg á heimsvísu - því margir vilja bara gera út af við þau. Þannig að þetta eru einfaldlega hentileikaröksemd.

Peningar kaupa heldur ekki ímynd lands né orðspor.

jú jú peningar eru mikilvægir og nauðsynlegir í því þjóðfélagi og heimi sem við lifum í í dag.

En stoppum aðeins og hugsum - hvernig landi vil ég búa í, hvernig vil ég hafa hlutina í kringum mig. Hverju vil ég anda að mér?

Hvað vilt þú?

1 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

heyr heyr :)
kv.