BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, mars 27, 2007

Ferðin

Ferðin var góð og svo gott að brjóta upp það munstur og komast út úr daglegu rútínu.

Í hnotskurn:
Vont veður, gott veður, bátsferð, hausverkur, fyrirlestur, hreindýr, æla, stormur, kárahnjúkar, Akureyri, þreyta.

Sáum alveg heilan helling af hreindýrum, marga hópa á leið frá Höfn í Hornafirði og til Akureyrar.


Fórum í bátsferð um höfnina á Höfn og aðeins út fyrir og já ég var ekki sjóveik :) - reyndar eftir þennan dag fékk ég þennan gífurlega vonda hausverk og var svo ælandi um nóttina :( - fékk sterkar verkjatöflur daginn eftir sem björguðu mér alveg.

Fórum á upplýsingamiðstöð landsvirkjunar, fórum í stöðvarhúsið þar sem vægast sagt var mjög vont loft inni, og fórum upp á Kárahnjúka. Verð að segja að ég fékk ekki nógu mikið út úr Kárahnjúkum - rétt sáum glimpsa í stífluna sjálfa og það fyrir mistök því við vorum næstum búin að keyra yfir hana. Keyrðum lengra en við áttum að gera.

Á Akureyri heimsóttum við auðlindadeildina sem er kennd við Háskóla Akureyrar. Var mjög fróðlegt að heyra hvernig námið er hjá þeim. Þeirra nám er mun tæknilegra heldur en hjá okkur þeirra er líka reyndar grunnstigið. Þannig að þau væru ábyggilega vel stödd ef þau færu svo í mastersnámið við HÍ.

Fórum í vísindaferð á Akureyri í bruggverksmiðjuna og borðuðum á greifanum. Eitthvað var úthaldið lítið hjá okkur nemunum og héldum ekki upp heiðri háskólanema með djammi. Því snemma var farið að sofa á föstudagskvöldi á Akureyri (fyrir utan 2 sem héldu uppi heiðrinum).

Héldum svo heim á leið á laugardagsmorgun og lentum í leiðindaveðri - horfðum á mynd á leiðinni og tókst sem betur fer að draga hugan minn frá akstrinum.

Annars er ég búin að setja inn myndir frá ferðinni

3 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

hefði nátturlega geta sagt þér allt um hvernig hægt er að fara hringinn og ekki koma við á Egilsstöðum. Það er meira segja önnurleið til...talsvert minna þekkt samt.

hvernig vogaru þér að vera hinu megin við ánna og ekki láta mann vita. Bý 5 min akstur frá Végarði...stoppuðu þið ekkert á Skriðuklaustri?

hnuss

Linda Björk sagði...

jú við stoppuðum á Skriðuklaustri og fengum meira segja leiðsögn frá fornleifafræðingi um uppgröftin :) - ein úr hópnum sem var að vinna þarna seinasta sumar og verður næsta sumar. Hún kannast við þig. Fengum líka meira segja leiðsögn um húsið sjálft :)

Var mikið að pæla hvort þú værir einhversstaðar nálægt þegar ég var þarna :)

Nafnlaus sagði...

hehe ég var sennilega bara í kallfjarlægð. Næst þegar þú kemur í Fljótsdalinn þá heimta ég (með frekju) að þú hafir samband.