BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, júní 20, 2004

Ferðalagið

Komin heim frá Hveravöllum, var mjög fínt.

vorum aðeins seinni á ferðinni en bjuggumst við en var þó í góðu lagi. Á laugardeginum lögðu Stefán og Ari snemma af stað í sína göngu en þeir ætluðu að ganga einhverja leið og gista í tjaldi og áætlað að við mundum pikka þá á leið heim á sunnudeginum.
Ég og Birgir ákváðum hinsvegar að fara inn í Þjófadal og ganga upp Rauðkoll sem við gerðum. Alltaf ánægljulegt að "sigra" eitthvað fjall. Varð ég heldur dösuð eftir gönguna!
Var líka rosalega gott að komast í laugina/heita hverinn um kvöldið.

Það leiðinlega við ferðalög er að koma heim aftur, vissulega er oft gott að koma heim en virðist að ég fyllist einhverri einmannaleika. Eftir helgina var ég búin að vera í félagsskap alla helgina allan sólarhringinn svo kem ég heim og enginn er þar. Allt er eitthvað svo tómt.....

Enn á ný virðist mér ekki hafa tekist að koma á einhverjum umræðum í komment kerfinu mínu :( ég verð bara að sætta mig við það. kannski bara taka það út.... vita gagnslaust!

Linda komin heim aftur :(

0 Mjálm: