BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, maí 25, 2004

Ísferð

Fór í ísferð í gær eftir vinnu, sem er svo sem ekkert til þess að tala um þrátt fyrir að við fengum okkur engan ís heldur bara pizzu, sem er síðan bara mjög algengt með ísferðirnar okkar :-)

Það sem ég vildi kannski einna helst minnast á að einn af ísfélögunum minntist á að hvernig væri að blogga allt það sem maður hugsar og hugsar akkúrat núna.
Ég vil meina að það sé ekki hægt upp að vissu marki, því ef maður ætlar að skrifa niður hugsanir sínar á blað akkúrat þegar þú ert að hugsa þær þá ertu að hugsa um hvað þú sért að hugsa. Þar af leiðandi ferðu að hugsa um það sem þú ætlar að skrifa og út kemur bara hugsun um hugsun. Eða hvað!

En svo getur þetta svo sem allt verið bara tómt kjaftæði....

Búin að ætla að fara að skrifa um greenpeace.... er enn í bið!

0 Mjálm: