BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, júní 05, 2003

Vei!

Íslensku stafirnir eru komnir inn nema í nafninu mínu :( svo er dagsetningin líka komin á íslensku en það er samt ekki alveg nógu íslenskt þar sem mánuðurinn er á undan og ég veit ekki hvort hægt sé að breyta því.
Þarf að skoða þetta betur. Það er líka nýtt útlit á bloggernum..... í vinnuumhverfinu þannig að ég þarf að venjast því líka.

Hey ég fékk mína fyrstu gjöf í vinnunni í gær! jíbbí.... og það var sem betur fer ekki áfengi og ekki kaffi, ég fékk veski. Þetta var ekkert smá sætt. Það var kona sem spurði eftir mér, beið þarna fyrir framan feimin og kynnti sig en ég náði nafninu ekki alveg 100% :( því miður en hún gaf mér þetta veski og í því var miði með nafninu hennar þannig að þá mundi ég eftir henni. En það fyndna er að fyrst þegar ég var að bóka hana þá var ég alveg viss á því að þetta væri bara eitthvað rugl og hún mundi aldrei koma og svo var líka þvílkt vesen......... en svo var hún svo sæt að gefa mér þetta.
Finnst þetta samt skrýtið því ég held að Íslendingum mundi aldrei detta í hug að gefa einhverjum starfsmanni á hóteli, gistiheimilum eða álíka gjafir fyrir að vinna sína vinnu! En sem betur fer eru ekki allir eins ;-)
Því miður samt eftir að konan hafði gefið mér þetta þá rauk hún bara í burtu...... gaf sér ekkert tækifæri til að tala við hana eða neitt.

Linda sem er að vinna of mikið

0 Mjálm: