BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, júlí 21, 2002

Jeppaleikur

Helgin er búin að vera fín vinnulega séð, á föstudaginn var ég og annar landvörður í hálfgerðum jeppaleik en við fórum slóða sem er eiginlega bara fær jeppum. Vorum mikið úti við á föstudaginn og einnig í gær sem er meiriháttar. Á föstudaginn vorum við líka að ganga slóða til þess að sjá hvort við þyrftum að stika hann og á leiðinni óð Svanhildur eiginlega í gegnum rjúpnahóp eða hóp af ungum án þess að taka eftir því og rjúpan var ekkert sérlega sæl með það. Rjúpan hefur ekkert smá marga unga, við náðum ekki að telja þá en þeir voru ábyggilega á bilinu 6-8 ungar sem voru þarna með í för. Þetta var alveg rosalega sætt. Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég er að upplifa það að sjá svona mikið af ungum hjá hinum og þessum fuglum og það er meiriháttar. Í gær hljóp til dæmis spóa ungi á undan bílnum okkar áður en hann fattaði að hlaupa út í móa, svo voru einnig kríu ungar við veginn þar sem við vorum að keyra í gær.
Starfið er mjög skemmtilegt en því miður hefur ekki verið vel mætt í göngurnar hjá okkur og það er frekar niðurdrepandi að vera með göngu en hugsa til hvers að undirbúa sig þegar enginn mætir :( þannig að rífið ykkur upp á rassinum og mætið í göngur með okkur. Þær eru alls ekki erfiðar og þið kynnist landinu ykkar og fáið örnefni og sögu beint í æð :) og það er alls ekki langt frá Reykjavík um 2,5- 3 klst akstur. En annars líður að því að ég fari bráðum í frí og fer ég þá heim. Það er ekki laust að það sé smá tilhlökkun að komast aðeins heim. En ótrúlegt en satt þá er ég búin að vera hér í mánuð.

koma svo

0 Mjálm: