BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, október 30, 2001

sultubændur, sultuhjú,
1783


Þetta er vísa sem þið getið lært til þess að muna hvenær móðuharðindin voru hér á landi en hana lærði ég á landvarðanámskeiðinu. Það var seinasta kvöldið í kvöld á námskeiðinu það er bæði feginleiki og líka pínku eftirsjá því þarna var margt gott fólk komið saman og hópurinn var mjög svo fjölbreyttur. Kvöldið endaði á að hópar skiluðu af sér verkefnum og var mjög gaman að sjá á hvað hátt hóparnir skiluðu sínu og hugmyndirnar sem komu fram. Eftir að þessu lauk þá hélt meirihluti hópsins á Vegamót og fór á kostum. Það var mikið hlegið og hugmyndaflug var þarna mikið um hvernig starf landvarða gæti verið háttað :-) Einn úr hópnum er meira segja það framsýnn að hann kom með þá hugmynd að Ísland yrði einn stór Þjóðgarður og íbúar landsins landverðir. Heimasíða Landvarðafélags Íslands er flott og skemmtileg og hvet ég ykkur til þess að kíkja á hana.

Annars það sem ég ætlaði líka að nefna í gær er að ég fór á myndina the others með Nicole Kidman á sunnudagskvöldið og sú mynd er frábær, ég ætla ekki að segja neitt um hana annað en þetta því annars finnst mér ljóstra of miklu upp.

Vertu með virtu landið

0 Mjálm: