BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, september 28, 2000

Næstu daga á ég að fara að gera veðurathuganir, þurfum að gera þetta fjórum sinnum á dag í átta daga en sem betur fer erum við tvö saman þannig að þetta verða bara fjórir dagar hjá mér :)
Ég er mjög fegin því að minnsta kosti að við þurfum ekki að gera veðurathuganir á 3 tíma fresti eins og gert er á veðurathugunarstöðum. Tíminn líður alveg þvílíkt hratt og helgin að koma aftur, ég er sem betur fer ekki að vinna um helgina þannig að planið er að læra sem mest en svona inn á milli að slappa af :)

miðvikudagur, september 27, 2000

Smakkaði ís með appelsínu- og kirsjuberjasósu í gærkvöldi. Skrýtið!
Fór á Hallow Man á mánudagskvöldið, myndin var fín, flott hvernig þetta er allt saman gert. En náttúrulega eins og kvikmyndir flestar eru þá koma þarna atriði sem er ekki raunhæf en þetta er bíómynd sem um að gera er að hafa gaman af eða á maður kannski að taka kvikmyndir alvarlega!
Ég er búin að reyna að vera dugleg undanfarna daga og sitja við lærdóminn niðri í skóla hefur gengið bara ágætlega :) þurfti að vísu síðan að fara að vinna í kvöld :( en stefnan er að halda áfram að vera dugleg.

laugardagur, september 23, 2000

Það er frekar erfitt að velja útlit á þessa síðu. Veit ekkert hvernig ég vil hafa hana en þá verður maður bara að prófa sig áfram.

föstudagur, september 22, 2000

Magga er komin með blogger :)

Þvílík vonbrigði þegar ég var niðri í skóla í dag og ætlaði að linka á Möggu þá kemur insert link merkið ekki :( í netscapinu og ég kann ekki minnsta kosti ekki enn sem komið er að gera þetta á einhvern annan hátt ef einhver sem langar mikið til að kenna mér :) þá hafa samband við mig.

Helgin nálgast óðfluga

Hvað á að gera, aldrei þessu vant er fullt að gera. Merkilegt nokk hvað allt þarf alltaf að hrúgast á sömu helgi. Ömurlegast við það er að þurfa að vera í tímum á föstudögum frá 17-20. Þarf líka að vinna þessa helgi og svo er Gullbrúðkaup hjá afa og ömmu, innflutningspartý og annað partý. Annars óska ég ykkur bara góðrar helgi og gangið hægt inn um gleðinnar dyr :)

þriðjudagur, september 19, 2000

Það er sérstakur dagur í dag!

Fór í réttir um helgina........ mikið rosalega var kalt og mikil bið. Helgin var annars ágæt en erfið og lítil svefn. Fór á pöbbinn á Búðardal var frekar troðið ábyggilega vegna þess að réttirnar voru þessa helgi en þetta er ábyggilega eini pöbbinn á staðnum en hey það er þó pöbb :)
Hér með skora ég á Jens að koma heimasíðunni sinni í gang og bloggernum aftur, sakna þess að sjá ekki skrifin hans :)
Afi og amma eiga 50 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn, það er að verða frekar sjaldgæft að fólk sé gift svona lengi eða hvað haldið þið?
Annars hef ég ekkert merkilegt að segja.

fimmtudagur, september 14, 2000

Ég held að ég verði ekki voða dugleg að skrifa hér inn. Ég hef mikið verið að pæla því sem sumir vefleiðarar hafa verið að segja að tölvur séu ódýrari í rekstri heldur en kvenfólk, mér er spurn hvað er svona dýrt? Ég get vel skilið að það þarf að eyða tíma með kvenmanninum en rekstur!!!! Er semsagt verið að segja mér að leið og karlpeningurinn kynnist kvenfólki að þá fari þeir að halda þeim uppi?? Mig langar til þess að fá einhver rök fyrir því hvað er svona dýrt. Það getur kannski verið að þar sem þeir eyða tíma sínum með kvensunni þá þarf að fara í bíó gera hitt og þetta sem kostar pening en mundu þeir ekki fara í bíó hvort sem er? Svo er náttúrulega spurning kannski eru þeir alltaf að borga fyrir stelpuna.......... ég veit ekki en gaman væri að fá einhver svör.

„Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni." Þeir sem vita hvað þessi málsháttur þýði endilega látið mig vita :)

þriðjudagur, september 12, 2000

Mitt fyrsta blogg

Þá er bara að demba sér út í þetta, byrjaði upphaflega að lesa alla vefleiðarana mjög reglulega en varð síðan "tilneydd" til að byrja þ.e.a.s. ég sá hjá vefleiðurum blogg um "góðverk". Það liggja mismunandi ástæður á bak við góðverkin ef slíkt skyldi kallast. Sumir hafa þetta af hugsjón, mér finnst t.d. ekki rétt að segja um Móðir Theresu eða frekar ætti að segja að fólkið sem hún hafi hjálpað hafi bara lifað þokkalega í örbirgðinni því ég held hún hafi gert miklu meira, hún gaf fólki von og birtu inn í líf þeirra og hafði áhrif á fólk út um allan heim ekki bara á Indlandi. Það eru ekki allir í þessum veraldlegum hlutum því þeir sjá enga tilgang með því og vilja hafa eitthvað "æðra" sem gæti falist í því að hjálpa öðrum.
Málið með "vanþróuðu löndin" er að hin vestrænu ríki hafa arðrænt þau lönd, t.d. af hverju fara stórar og mengandi verksmiðjur til þessara landa en eru ekki í heimalöndunum?
Þessi lönd er líka oft ekkert að vinna úr framleiðslu þeirra auðlinda sem eru í landinu, þ.e.a.s. þau selja til vestræna ríkja sem vinna svo úr afurðinni og geta selt á hærra verði. Það sem "vanþróuðu löndunum" vantar er að vinna úr sínum auðlindum til að selja til þess að fá hærra verð fyrir það :)

Læt þetta duga í bili