Ég held að ég verði ekki voða dugleg að skrifa hér inn. Ég hef mikið verið að pæla því sem sumir vefleiðarar hafa verið að segja að tölvur séu ódýrari í rekstri heldur en kvenfólk, mér er spurn hvað er svona dýrt? Ég get vel skilið að það þarf að eyða tíma með kvenmanninum en rekstur!!!! Er semsagt verið að segja mér að leið og karlpeningurinn kynnist kvenfólki að þá fari þeir að halda þeim uppi?? Mig langar til þess að fá einhver rök fyrir því hvað er svona dýrt. Það getur kannski verið að þar sem þeir eyða tíma sínum með kvensunni þá þarf að fara í bíó gera hitt og þetta sem kostar pening en mundu þeir ekki fara í bíó hvort sem er? Svo er náttúrulega spurning kannski eru þeir alltaf að borga fyrir stelpuna.......... ég veit ekki en gaman væri að fá einhver svör.
„Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni." Þeir sem vita hvað þessi málsháttur þýði endilega látið mig vita :)
fimmtudagur, september 14, 2000
Birt af Linda Björk kl. 20:56
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli