BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, september 12, 2000

Mitt fyrsta blogg

Þá er bara að demba sér út í þetta, byrjaði upphaflega að lesa alla vefleiðarana mjög reglulega en varð síðan "tilneydd" til að byrja þ.e.a.s. ég sá hjá vefleiðurum blogg um "góðverk". Það liggja mismunandi ástæður á bak við góðverkin ef slíkt skyldi kallast. Sumir hafa þetta af hugsjón, mér finnst t.d. ekki rétt að segja um Móðir Theresu eða frekar ætti að segja að fólkið sem hún hafi hjálpað hafi bara lifað þokkalega í örbirgðinni því ég held hún hafi gert miklu meira, hún gaf fólki von og birtu inn í líf þeirra og hafði áhrif á fólk út um allan heim ekki bara á Indlandi. Það eru ekki allir í þessum veraldlegum hlutum því þeir sjá enga tilgang með því og vilja hafa eitthvað "æðra" sem gæti falist í því að hjálpa öðrum.
Málið með "vanþróuðu löndin" er að hin vestrænu ríki hafa arðrænt þau lönd, t.d. af hverju fara stórar og mengandi verksmiðjur til þessara landa en eru ekki í heimalöndunum?
Þessi lönd er líka oft ekkert að vinna úr framleiðslu þeirra auðlinda sem eru í landinu, þ.e.a.s. þau selja til vestræna ríkja sem vinna svo úr afurðinni og geta selt á hærra verði. Það sem "vanþróuðu löndunum" vantar er að vinna úr sínum auðlindum til að selja til þess að fá hærra verð fyrir það :)

Læt þetta duga í bili

0 Mjálm: