BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, apríl 19, 2010

Netið

Eftir að ég kom hingað norður þá hefur uppáhaldssíðan mín eða minnsta kosti sú sem ég kíki oftast á verið Vegagerðin og upplýsingar þar um umferð og færð.

Ekki það að ég sé svona mikið á ferðinni en einhverra hluta vegna finnst mér þetta mjög nauðsynlegar upplýsingar. Svo næsta síða á eftir sem ég hef kíkt mikið inn á og ekki hefur verið áður ern veður.is og þá Mývatnsstöðin. Þar þarf ég til dæmist nauðsynlega að vita hversu kalt mér á eftir að verða ;) en svo reyndar er ekki eins kalt hér og fyrir sunnan þó mínusstigin séu fleiri.

Svo verður það að viðurkennast að ég er að verða hálf "ónýt" að vera netlaus heima hjá mér - það var allt í lagi fyrstu 2 mánuðina en er farið að segja svoldið til sín núna. Skelfilega er maður háður þessu neti.

0 Mjálm: