BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, ágúst 27, 2009

Myndavél

Keypti mér flotta myndavél á þriðjudaginn :) - mjög lukkuleg með hana. Búin að prófa að taka sjálfsmynd og ég er með opin augu - þannig að hlýtur að vera hin fínasta vél.

Hérna er fyrsta myndin úr henni!














Mjög óspennandi mynd :)


Í dag eftir vinnu þá lá ég í sófanum hálf dottandi þegar ég heyrði eitthvað hljóð, opnaði augun og leit framm í eldhús (úr sófanum) - sá ég þá ekki eitthvað skjótast úr matarkörfunni og inn í geymslu.

Beið ég átektar og sá síðan mús koma og klifra upp í grindina - í matinn hans Hákons. Ég spratt úr sófanum, upp í herbergi....... að sækja myndavélina :)

Settist svo aftur í sófann og beið, tilbúin til þess að skjóta.

Ekki birtist músin aftur.

Þegar Hákon kom heim fórum við að ræða aðgerðina mús úr húsi. En fórum einmitt í eina slíka aðgerð á seinasta ári.

Vandamálið enn og aftur að við vorum ekki með neitt stígvél - eins og allir vita er það nauðsynlegt í músaveiðum. Við nenntum ekki strax í aðgerðina og borðuðum því fyrst, við frágang eftir matinn fór Hákon inn í geymslu og tók eftir músinni í einum af "endurvinnslu" kassanum. Kassinn því tekinn og settur út.

Músin frjáls og á lífi - ólíkt því sem var á seinasta ári.

Músin í kassanum.














Svo hljóp músin út í haga... á þvílíkum hraða

4 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

Fær maður ekki að sjá fleiri myndir?

Linda Björk sagði...

ef þú segir hver þú ert :)muahahah en jú eflaust eiga fleiri myndir eftir að rata hér inn og svo að sjálfsögðu í myndaalbúmið mitt

Nafnlaus sagði...

Árni heiti ég og gleymdi að skrifa nafnið mitt. Þú varst búin að lofa mér fullt af myndum... Drífa sig... Ekkert hangs.

Linda Björk sagði...

Grunaði það - allt á leiðinni. Þarf samt eiginlega á námskeið fyrst :)