BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

föstudagur, júní 03, 2005

Myndavél

Systir mín og mágur eru búin að gera mikið grín af myndavélinni. Er svo komið að ég þori varla að taka myndir af hræðslu við að hlegið sé af mér.

Þetta er nefnilega filmumyndavél sem ég fékk í fermingargjöf en er þrusugóð - alveg þrælfínar myndir sem koma úr henni. Í skírninni þegar systir mín var eitthvað að spá í hvort ætti að brosa fyrri myndavélarnar þá sagði magur minn við hana að annað væri ekki hægt þegar ég færi að taka myndir. Uss suss ekki nema von að maður sé spehræddur ;)

Hef reyndar núna í smá tíma spáð í hvort ég ætti að fá mér digital myndavél - sérstaklega þegar í fjarlægðri framtíð að ég fer í öll ferðalögin mín að þá langaði mér að koma mér upp myndaalbúmi á netinu til þess að deila með vinum og vandamönnum. En það var önnur stelpa sem benti mér á sniðuga lausn en það er að þegar ég framkalla í ferðalögunum að framkalla bara á disk í staðinn fyrir pappír og þannig gæti ég sett myndir inn. Þannig að núna verð ég bara að yfirvinna þessu hræðslu og fara taka myndir stolt af myndavélinni minni.

Hinsvegar ef einhver fyllist yfirþyrmandi löngun að gefa mér digital vél þá slæ ég hendinni ekkert á móti því ;)

Linda myndavélahrædda

0 Mjálm: