BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Mikið að gera

Það hefur verið mikið að gera að undanförnu og ég ekki gefið mér tíma til þess að skrifa hér inn, sem dæmi um það hvað ég var utan við mig um daginn þá var ég að fara að taka upp strætókortið mitt en tók lyklana í staðinn og stóð svo smá stund með þá áður en ég fattaði hvað ég hafi gert.

Annars eru ánægjulegar fréttir því Ellen systir er aftur farin að skrifa blogg. Núna er ég eitthvað voða andlaus en er þó búin að vera hugsa um margt sem ég get skrifað hér inn en bara nenni ekki að gera núna. Enda bara að bíða eftir strætó til þess að geta flutt mig til á vinnustað.

Sá leikritið hjá Halaleikhópnum um daginn og það var mjög gott stykki, kom líka á óvart að sjá fólkið sem maður þekkir taka allt í einu upp míkrafóninn og syngja. Árni söng til dæmis ein þrjú lög einn, svo söng Halli einnig en hann er fyrrverandi Buslari og orðinn reyndar leiðbeinandi þar núna en hann syngur þrusuvel strákurinn. Verð reyndar að viðurkenna að ég saknaði BUSL smá þegar ég var þarna að horfa á leiksýninguna en það voru nokkrir Buslarar sem tóku þátt í sýningunni og voru að vinna í kring um hana.

þangað til næst

0 Mjálm: