Yfirsetukonur
Prófið í morgun gekk alveg þokkalega. Lenti reyndar í vondu sæti, var alltof framarlega. Ég vil nefnilega helst hafa yfirsýn yfir stofuna og ALLS EKKI vera svona nálægt þessum konum sem sitja yfir prófunum.
Stórmerkilegast fannst mér þegar yfirsetukona benti stráknum sem náði sér í "nestið" sitt sem var twix að fara fram til þess að opna pakkninguna því það kæmi svo mikil hávaði af því. En fyrir þann tíma hafði hún haft opið fram þar sem hellings af nemendum sátu og voru að læra með tilheyrandi skvaldri ásamt hávaðanum í ræstingarliðinu sem er greinilega alltaf á fullu á fimmtudagsmorgnum í odda þannig að hávaðinn var töluverður meðan hún var eitthvað á spjallinu við hina yfirsetukonuna.
Þannig að strákurinn úr lögfræðideildinni sem sat ská á móti mér var heldur spaugilegur þegar hann setti upp heyrnartólin - já svona eins og verkamenn nota sem vinna í miklum hávaða.
Þegar um klukkutími var liðinn af prófinu birtist inn í stofunni "strákur" og fyrsta sem ég hugsaði - djíi hvernig meikar einhver að koma klukkutíma of seint í próf.....
En nei nei þá var þetta bara einn kennari úr lögfræðideildinni - hahaha
fimmtudagur, desember 13, 2007
Birt af Linda Björk kl. 17:00
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli