BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, desember 31, 2007

Fíkill

Á þriðjum jólum datt ég allhressilega í það.

Gjörsamlega kolféll og var að á annan sólarhring.

Á laugardaginn fór ég svo austur til þess að reyna ná mér svolítið, lá í bústað hjá mömmu með hausverk og þreytt vegna lélegs matarræðis og lítin svefn.

Eftir að ég kom tilbaka hef ég reynt að sýna stillingu og tekið því rólega. Passað mig á að borða og sofa nóg.

já ég horfði á fyrstu tvær seríurnar í Grey´s Anatomi á einum og hálfum sólarhring - það eru um 37 þættir sem allir eru um 40 mínútur.

Ég er gjörsamlega kolfalinn fyrir þessum þáttum og hef enn nokkra til þess að horfá á - er að verða hálfnuð með 3 seríu.
###

Að öðru - jólin voru góð að öðru leyti. Ég kláraði jólabókina á jóladegi en er heldur óhress með þýðinguna, er mikið að spá hvort ég eigi að hafa samband við útgefanda til þess að kvarta. Finnst þetta ansi mikil lítilsvirðing fyrir lesendur bókarinnar að hafa ekki lagt meiri metnaði í hana.

Á minnsta kosti einum stað kom setning sem ég er ekki enn búin að skilja en það sem mér finnst verst er að þýðandinn var alltaf að rugla saman nöfnum. Þegar átti að vera talað um Kathy var Kelly nefnd og á einum stað þegar ég hélt að væri að kynna til sögunnar nýja persónu þá komst maður stuttu síðar að því að hann hafði bara ruglað nafni aftur... Ég varð verulega pirruð á þessu og eyðilagði mjög mikið lesturinn fyrir mér :(

###

En já svona á seinasta degi ársins á maður þá ekki að vera jákvæður en það er svo sem gott að pústa út aðeins líka :)

En já hafið það gott um áramótin - ég fer til pabba í kalkún og vona að systkinabörnin mín komi þangað lika svo ég geti knúsað þau aðeins meira á árinu sem er að líða.

2 Mjálm:

Nafnlaus sagði...

velkomin í fíklaklúbb Grey´s A. Ég er að spá í að fá hjálp áður en ég byrja í skólanum ég hef verulegar áhyggjur þar sem ég er bara búin með 1 seríu og á 2og3 eftir og er orðin frekar svefnlaus þar sem ég hef ekki aðstöðu til að horfa á daginn nýti ég næturnar svo ég er þreytt þessi jólin en finnst það svo þess virði því þetta eru mega fínir þættir og dr dreamy frekar krúttlegur ekki er það að hjálpa til ó mæ good er hægt að vera svona sætur ég bara spyr
gleðilegt ár annars Linda mín og takk fyrir það gamla

kveðja Bella

Ella Bella sagði...

Gleðilegt ár aftur og takk fyrir gærkveldið.

Gott að geta glatt þig í gær, allavega með systabörnunum þínum :þ