Ný pera
Já þá er það orðið ljóst að ég get ekki skipt um ljósaperur heima hjá mér en get vel sett saman eitt stykki sófaborð og svo fullt af stólum.
Útiljósið fór hjá mér um daginn og eftir að hafa fengið lánaðan stiga hjá nágrönnunum þá byrjaði ég að bisast við þetta en gat með engu móti náð kúplinum af.
Hringdi því í pabba!
Sem kom og ekkert mál en ég var með ranga peru til þess að setja í ljósið því var farið á stúfana eftir peru nema hvað ég keypti of langar.
Fór því aftur í dag til þess að athuga með peru sem gekk og voru þær settar á réttan stað og tókst að setja kúpulinn á sinn stað.
En að öðru - fékk fyrirfram jólagjöf í gær sem ég gat síðan ekki látið vera í kassanum og setti því upp eitt stykki sófaborð.
Fór síðan til mömmu í mat og eftir það voru stólar settir saman hjá henni. Því er mér illt í hendinni í dag.
###
Notaði mér síðan það að vera á bílnum hans pabba því dýnan sem er búin að vera fyrir utan hjá mér í hartnær 2 mánuði var tekin og farin með á Sorpu. Þrátt fyrir góða hugmynd hjá Guðmundu að binda snæri í hana og taka með mér í strætó þá ákvað ég að nota bílinn í það. En dýnan var búin að bíða eftir því að vera sótt í þessa 2 mánuði nota bene.
###
Að enn öðru en ég er með einhver óútskýrð laun á reikningnum hjá mér, fékk útborgað í gær og var ekki alveg sátt því það var minna en ég var búin að reikna út en svo þegar ég athugaði reikninginn minn í dag þá eru launin mín komin inn en þá veit ég ekki hvaðan hitt kom.
Ég á mér kannski leynilíf, svo leynilegt að ég veit ekki einu sinni um það og fæ laun fyrir!
hmmm...... þarf að skoða þetta mál!
sunnudagur, desember 02, 2007
Birt af Linda Björk kl. 14:50
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Já mér hefur alltaf þótt þú leyndardómsfull, en ef þú villt ekki þessa peninga skal ég þiggja þá.
óó nei vil alveg þessa peninga. Lengi getur maður á sig blómum bætt! Finnst samt heldur leiðinlegra þegar ég er búin að eyða þeim og kemur í ljós að þetta hafi verið mistök og þarf að borga tilbaka.... það gæti reynst erfiðara :)
Skrifa ummæli