Then
Orð tileinkuð systur minni :)
Jæja - held ég sé svona nokkuð búin með eina ritgerð og er að byrja á þeirri næstu. Það gengur en gengur alltof hægt - þyrfti nefnilega að fara að lesa undir próf.
En akkúrat núna er ég að reyna að lesa mér til um umræður á Alþingi - já jafn spennandi og það hljómar.
Ef ég blogga ekki fljótlega þá er ég sennilegast dáin úr leiðindum!
###
En annars átti ég indælan tíma með systurdóttur minni í gær, þurfti reyndar einu sinni að byrsta mig aðeins við hana því hún var alltaf að drekka baðvatnið en það var með freyðibaði og varð hún eitthvað súr greyið. Þegar ég spurði hana hvort hún væri í fýlu út í mig þá sneri hún sér aðeins undan til þess að hugsa málið og hefur síðan komist að þeirri niðurstöðu að það tæki því ekki :)
Pössunin var hinsvegar ekki alveg að kostnaðarlausu fyrir systur mína því hún var fengin til þess að lesa yfir ritgerðina mína þar sem orðið then kom víst alloft fyrir.
Hvað get ég sagt - tek oft ástfóstur við eitthvað orð svona án þess að vita það.
En fyndnasta kommentið sem systirin sagði um ritgerðina var að hún "lyktaði" svoldið af vinstri grænum. (Man reyndar ekki hvort hún sagði lyktaði en allavega var svona touch af) - en það fannst mér frekar skondið.
sunnudagur, desember 09, 2007
Birt af Linda Björk kl. 16:38
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 Mjálm:
jæja gerðist það semsagt óvart ;) það að það lyktaði af vinstri grænum :þ
já then er mjög gott orð haha
já ritgerðin mín kemur bara vinstri grænum ekkert við!
kannski ekki beint en skoðanirnar....
Skrifa ummæli